Á myndinni sjáið þið innihaldið. Í maskann eru sett eftirfarandi hlutföll:
15 gr haframjöl
1/2 dl mjól
1 1/2 tsk hunang
Þessu er öllu sullað saman í skál og hrært vel saman.
Svo þarf að smyrja herlegheitunum á andlitið. Það er dálítið vandasamt verk.
Smá smakk. Bragðast eins og hinn prýðilegasti hafragrautur. Það þarf að leyfa þessu að vera á andlitinu í alveg 15 mínútur.
Ég hafði nákvæmlega enga trú á þessu í fyrstu. En ákvað þó að prófa. Viti menn - ég varð hreinlega ekki fyrir vonbrigðum. Núna eru ca. tólf tímar síðan ég smurði þessu á mig og ég er alveg silkimjúk ennþá. Það er mjög sjaldan sem húðin á mér helst mjúk í langan tíma.
Þessi maski fær mín meðmæli. En hinsvegar er ákaflega leiðinlegt að fjarlægja hann. Og þrífa klósettvaskinn eftir sig. Og fötin sín. Og reyna að útskýra fyrir fimm ára barni af hverju maður er með hafragraut í andlitinu. Semsagt kostir og gallar. Ég er nú samt tilbúin að leggja ýmislegt á mig til þess að líta ekki út eins og gamall krumpaður leðurjakki alla daga.
Prófaðu rakamaskann frá Body Shop frá E-vítamín línunni..algjör snilld og er það eina sem virkar á mig ;)
ReplyDeletejá er það? ég hef einmitt alltaf verið dálítið skotin í e-vítamín línunni þeirra. takk fyrir ábendinguna! :)
DeleteMinnsta málið ;)
Delete