Ekki það leiðinlegasta þegar pakkinn inniheldur eitthvað úr þessari búð!
Ekkert stórkostlegt shopping-spree í gangi. Bara ýmis mjög mikilvæg þarfaþing á mitt heimili. Kerti, kertastjakar, púðar, servíettur og eitthvað smotterí.
Ég þurfti að vísu að selja úr mér líffæri til þess að borga sendingarkostnaðinn fyrir þennan litla kassa. Það kostaði meira en 1/4 af heilarupphæðinni sem ég verslaði fyrir. Sem er skítt. En mig langaði svo í þetta og að sjálfsögðu sárvantaði þannig að ég lokaði bara augunum meðan ég staðfesti pöntunina.
Einn kampakátur Ikea-sjopper að taka myndir af sér í webcaminu!
Harpa Vilbergs segir:
ReplyDeleteÉg kaupi alltaf svolítið mikið meira frá IKEA svo sendingarkostnaðurinn verði hlutfallslega lægri...!
En samt er þetta frekar skítt að borga 5-10% í sendingarkostnað :( Ég myndi versla oftar ef þeir gætu sent þetta frítt!
Haltu svo áfram að skrifa, þú ert frábær :o)
Takk fyrir það Harpa mín!:)
ReplyDeleteEn ég er sammála - ég væri óstöööðvandi ef ikea byði upp á fría sendingu! Almáttugur þessi kostnaður er kannski bara fyrir bestu. Ég reyni yfirleitt að bíða og safna saman í eina góða pöntun en ég er alltaf svo æst að fá hlutina að það gengur sjaldnast upp! :)