Nov 13, 2012

Kitchenfailure Vol. 1.

Eldamennska er ekki og hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Stundum tekst mér alveg ágætlega til innan veggja eldhússins en í nokkuð mörgum tilfellum er það ekki raunin. Það hefur skapast hefð fyrir því að ég bjóði fjölskyldunni í hádegisverð á aðfangadag. Ákaflega notalegt allt saman því okkur finnst fátt jafn skemmtilegt og að borða.

Fyrsta skipti sem fjölskyldan fékk heimboð frá mér á aðfangadag var árið 2008. Ég eyddi öllu þorláksmessukvöldi í eldhúsinu við að skapa það sem ég hélt að yrði meistaraverk. Ég dansaði um með hvítvínsglasið í hendinni og þorláksmessutónleika Bubba í eyrunum. Nokkuð viss um að morguninn eftir yrði ég krýnd Nigella fjölskyldunnar.

En svo fór nú ekki.


Þetta var ostakakan sem var í bígerð þetta örlagaríka kvöld. Dásamleg kaka frá Jóa Fel stútfull af hvítu súkkulaði og öðru gúmmelaði. Ekki veit ég hvað gerðist. Hvort ég drakk meira hvítvín en æskilegt er við kökugerð eða hvort ég var orðin svona æst yfir Bubba (því ég er laumuskotin í honum). Eða hvort ég er bara einfaldlega hæfileikalaus. Eitthvað fór að minnsta kosti úrskeiðis.


Þegar kakan var borin fram leit hún svona út. Að vísu ekki í heild sinni heldur þegar það var búið að fá sér ,,sneið" á disk. Hún var ógeðsleg. Einn kekkjóttur grautur með linu kexi í botninn. Ég hef ekki reynt við ostakökugerð síðan. 

Nei ég var ekki krýnd Nigella fjölskyldunnar þetta árið.

2 comments:

  1. hahaha ég sprakk gjörsamlega úr hlátri, þú fyrirgefur en þetta er ógeðslega fyndið hehehe :D

    ReplyDelete
  2. þetta kom líka fyrir mig þegar ég gerði tilraun til að gera þessa helv...ostaköku!!!

    ReplyDelete