Nov 17, 2012

Nigella on the Loose.

Ég sló nú aldeilis um mig í eldhúsinu þessa vikuna. Ég hélt saumaklúbb í vikunni - mér kvíður nú yfirleitt fyrir að halda slíkar samkomur sökum þeirrar fötlunar sem ég stríði við innan veggja eldhússins. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að finna upp hjólið hvað varðar eldamennsku en kannski er einhver þarna úti sem hefur svipaða færni og ég í eldhúsinu og langar að baka rosalega einfalda Bounty-köku fyrir saumaklúbbinn sinn. Tjah, eða einhvern annan viðburð. Það má líka alveg.

Bounty-kaka


Botn:
4 eggjahvítur
100 gr sykur
150 gr kókosmjöl
50 gr smjör

Hitið ofninn í 210° og smyrjið meðalstórt tertuform. Þeyta eggjahvítur þangað til þær eru orðnar hálfstífar. Hella síðan sykrinum smátt og smátt saman við. Þeyta alveg þangað til þetta er orðin stinnt og stíft. Bræðið smjörið og kælið ögn - blandið síðan saman við ásamt kókosmjölinu. Hella í formið og baka neðarlega í ofninum í 8-10 mínútur, eða þar til botninn er gullbrúnn að ofan. Kakan er látin kólna í forminu og gott síðan að hvolfa henni á grind. Síðan er kreminu smurt á botninn.

Krem:
100 gr súkkulaði
4 eggjarauður
100 gr flórsykur
100 gr lint smjör
1/2 tsk vanilludropar

Súkkulaðið brætt og látið kólna aðeins. Þeyta eggjarauður og flórsykur mjög vel saman. Hræra linu smjöri og vanillu dropum saman við og að síðustu súkkulaðinu. Ef kremið er mjög lint er gott að láta það standa aðeins í ísskáp áður en því er smurt á kökuna.


Æ, mín var nú ekkert mikið fyrir augað sko. Kremið lak út um allt, á mig, borðið, diskinn - ég var aðeins of óþolinmóð og lét það ekki standa í ísskápnum í smástund heldur hellti því volgu á kökuna. En kakan var góð og það er fyrir mestu! Mæli með henni - hún er líka mjög einföld. Einfalt er BEST!


No comments:

Post a Comment