Nov 26, 2012

Working Class Hero.

Í síðustu viku var ég að leysa aðeins af í Lyfju. Það var voðalega notalegt að koma þangað aftur eftir meira en árshlé. Ég áttaði mig samt á að ég kem aldrei til með að verða rík á því að vinna í apóteki. Kaupalkar eiga alls ekki að vinna í kringum fullt af naglalökkum og snyrtivörum. Það er svona álíka gáfulegt og að opna bar á Vogi og láta vistmenn vinna þar.


Þetta fór til dæmis með mér heim í poka á síðasta föstudag. Það gefur því auga leið að ég aflaði mér engra tekna þennan vinnudag. Ég hlýt að koma til greina fyrir fálkaorðu. Ég á alveg minn þátt í að halda hagkerfi þjóðarinnar gangandi. 

Í dag bíður mín fjögurra tíma vinnudagur. Ég ætla peningalaus og allslaus í vinnuna. Það veldur mér þó örlitlu veseni að starfsmenn hafa möguleika á að setja í reikning. Það gengur ekki alveg upp fyrir mig að ætla að hafa sjálfstjórnina eina að vopni.


No comments:

Post a Comment