Dec 17, 2012

Ást.








Þessi litli gleðigjafi er efstur á listanum yfir það sem ég held mest upp á í heiminum. Mig verkjar bara í hjartað þegar ég hugsa um hann og það eru ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir ást mína til hans.

Stundum þegar hann er farinn í leikskólann á morgnana þá skríð ég upp í rúmið hans til þess að finna lyktina af honum - sem er ákaflega geðveikislegt, ég viðurkenni það. Hann ilmar bara svo vel og það svo notalegt að lúra í bólinu hans. 

Hann getur reyndar verið dálítið leiðinlegur blessaður. Um daginn sagði hann mér til dæmis að Guðbjörg (kokkurinn á leikskólanum hans) eldaði miklu betri mat en ég. Hann vill einnig meina að ég kunni ekki að baka - og smakkar nánast ALDREI bakkelsi sem hann veit að ég hef komið nálægt. 

Nokkuð fullkomið eintak - þrátt fyrir vantrú á eldhúshæfileika móður sinnar.

2 comments:

  1. æj þessi neðsta mynd er náttúrulega of sæt!
    en ég á erfitt með að líta á þennan krútta með barnaaugum - hann er of líkur pabba sínum!

    ReplyDelete
    Replies
    1. pabba sínum? láttu ekki eins og bjáni! hann er alveg eins og éééég! ;-)

      Delete