Ég hef átt fegurri daga um ævina. Enginn maskari. Ekki snefill af meiki. Ekkert naglalakk. Bolur af sambýlismanninum. Ekki einu sinni spyrja mig hvernig ég næ hárinu á mér svona flottu. Það er leyndarmál!
Ég var tilneydd til þess að setja glimmer á eina nögl áðan. Smá glimmer svo ég lifi daginn af. Verst að ég hef ekki tíma fyrir fleiri neglur. Það tekur þó líklega enginn eftir þessari einu nögl. Það er nokkuð öruggt að ástandið á andlitinu á mér og fötin sem ég klæðist draga alla athygli frá nöglunum á mér.
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að klóra úr mér augun áðan. Allt til þess að þurfa ekki að lesa einn staf í viðbót. Þessi tilraun gekk þó ekki upp og er ég ennþá með augu.
Til þess að tapa ekki alveg gleðinni þá keypti ég mér nýtt kaffi í morgun. Ó hvað ég vona að það sé gott. Almennilegt kaffi getur dimmu í dagsljós breytt! Það veitir svo sannarlega ekki af núna.
Á morgun kemur betri tíð með blóm í haga, eða annað kvöld réttara sagt. Þá verð ég sæt og skemmtileg aftur. Lofa.
hahahaha!
ReplyDelete...svona verð ég í kringum 18. des - en já, nei, ég klára ekki fyrr en þá!
18.DESEMBER?!? hólímólí!
ReplyDelete