Útsýnið úr sófanum - þar sem ég ligg yfirleitt allt jólafríið.
Hugsanlega misheppnaðasta piparkökuhús í heimi.
Pabbi með yfirumsjón yfir skötunni. Það koma engin jól fyrr en ég finn kæfandi skötulykt. Mér dettur samt ekki í hug að setja hana inn fyrir mínar varir.
Sambýlismaðurinn borðar þetta hinsvegar með bestu lyst.
Feðgar að kúra yfir teiknimyndum á aðfangadagsmorgun. Það er fátt meira kósý.
Systur að gíra sig upp fyrir áramótagleði.
Ó, það er svo erfitt og langt að bíða. Mikið sem ég skal jóla mig í hel þegar prófin eru búin. Já ég sagði próf enn einu sinni! Síðasta skipið, ég lofa. Að minnsta kosti næstsíðasta skiptið því ég hleyp út í frelsið annað kvöld og þá skal ég ekki skrifa þetta orð aftur. Tjah, allavega ekki fyrr en í vor.
No comments:
Post a Comment