Dec 5, 2012

Uppáhalds í prófatíð #2.


Þetta krem er mikið þarfaþing þegar maður húkir yfir skólabókunum eins og páfagaukur allan daginn. Ég fæ að minnsta kosti alltaf alveg brjálaða vöðvabólgu eftir langar setur við skrifborðið. Það er svona hitakremslykt af þessu - samt alveg þess virði að láta sig hafa það. Mér finnst hitakremslykt reyndar góð - en það er önnur saga. Lífið væri fullkomið ef ég ætti sambýlismann sem nennti að bera þetta á mig. Það er fremur erfitt að reyna að klína þessu á axlirnar og bakið sjálfur. En ég er látin gera það upp á eigin spýtur. Pempían sem ég bý með höndlar nefnilega ekki að fá þessa lykt á puttana. Þetta töfrakrem fæst í öllum apótekum.


Ilmkerti með jólalykt - kanil og eplalykt nánar til tekið. Það er ótrúlega mikil og góð lykt af þessu kerti og það er fáránlega lengi að brenna. Það er búið að vera kveikt á mínu alla daga og öll kvöld síðan á síðasta fimmtudag og það er varla hálfnað. Ég gæti borðað það lyktin er svo góð. Það kemur líka í veg fyrir að maður kafni í eigin prófasvitafýlu. Fæst í Bónus.


Ó hvar væri ég án Egils Orku þessa dagana? Þó ég sé með kaffimagasár og nýorðin te-pervert þá verð ég að fá smá koffín í kerfið. Annars dey ég bara. Red Bull og Magic eru eins og piss í samanburði við Orkuna. Áfram Egils Orka!


Fólk sem er með svona ókvenlegar og skraufþurrar krumlur eins og ég verður að eiga góðan handáburð. Ég er nú bara nýbúin að uppgötva þennan. Hann heitir Nice Day og er frá Alessandro. Það hentar mér líka ótrúlega vel að vera alltaf að setja á mig handáburð þegar ég er að læra - þá ét ég færri bingókúlur á meðan. Ég vil nefnilega alls ekki sjúga bingókúlur með handáburðarbragði. Áburðinn minn kaupi ég hér.


Glitrandi jólaskraut til þess að gleðja augað. Og peppa upp á geðheilsuna. Ekki veitir af.


Örlítil næring fyrir sálina. Af því mér finnst ég eiga það skilið. Ég sýni ykkur þessa næringu betur síðar. En hún kemur héðan. Peysan í gær, þessi sending í dag - það er góður möguleiki á að ég verði orðin einhleyp í kvöld.


2 comments:

  1. snilld að vita af þessu kremi! ég er einmitt alltaf ad drepast ur vöðvabólgu!! en hvar færðu svona fallegar glimmer jólakúlur?

    ReplyDelete
    Replies
    1. já þetta krem er alveg brilliant. ég notaði alltaf deep heat hitakremið en mér finnst þetta miklu betra!

      sara mín fellow glimmerdís - kúlurnar keypti ég í Pier fyrir fjórum árum að ég held! ;-)

      Delete