Mikið sem ég eldaði agalega góða súpu í kvöld. Þessi súpa var akkúrat það sem mín bugaða mánudagssál þurfti.
Kjúklinganúðlusúpa:
1 laukur
1/2 púrrlaukur
1 rauð paprika
2 kjúklingabringur
1 rautt chilli
4 hvítlauksrif
Góður bútur af engifer
1 dós kókosmjólk
500 ml vatn
1/2 - 1 teskeið cayenne pipar
1/2 - 1 teskeið chilliduft
1 kjúklingateningur
1 grænmetisteningur
Núðlur
Sojasósa
Lime
Laukurinn er saxaður og leyft að malla í ólívuolíu í smástund.
Chillið, hvítlaukurinn og engiferið er saxað smátt. Þetta fer síðan í pottinn ásamt kjúklingabringunum. Þegar kjúklingurinn er farinn að taka lit má skella kókosmjólkinni, kryddinu og vatninu saman við.
Leyfið þessu að sjóða við vægan hita þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
Áður en súpan er borin fram er dálítið af sojasósu skvett út í hana ásamt safa úr sirka hálfu lime. Þarna verðið þið eiginlega bara að smakka ykkur til.
Núðlurnar eru soðnar og þær settar í skálar. Súpunni skellir maður svo yfir núðlurnar. Ég notaði heilhveitinúðlur í mína súpu. Ég er í minni hefðbundnu mánudagsmegrun og sannfærði mig um að þær væru miklu hollari en venjulegar núðlur.
Einföld og ótrúlega góð súpa. Ekkert brjálæðislega falleg á litinn en við lítum framhjá því.
Mæli eindregið með henni.
(Uppskriftin kemur héðan).
Búin að taka út kjúkling og þessi verður gerð á morgun :) verst að mig langar í hana núna strax ;)
ReplyDeletekveðja frá seyðis,
Halla
hún er roooosa góð! farðu bara varlega í kryddið til að byrja með - hún getur orðið svolítið sterk :)
Delete