Sep 3, 2013

Lífið.

Lærdómslífið er loks að falla í fastar skorður eftir alltof stutt hlé.



Fimmta árið í röð fyrir framan elsku takkalausu tölvuna mína. Já þið gátuð ykkur rétt til - ég missti einu sinni rauðvín yfir hana og þrír takkar létu lífið. Ég get þó notast við þá ef ég brúka hárspennu eða tannstöngul. 

Ég á reyndar nýja tölvu. Það er bara visst ferli að skipta þessari út - við höfum gengið í gegnum svo margt saman. Ég skrifaði meira að segja BA ritgerðina mína á hana - takkalausa og allslausa. Ég hefði átt að fá auka einingu fyrir það erfiði.


Þessar eru mættar á skrifborðið. Bingókúlur hafa verið dyggir samferðamenn mínir í gegnum háskóla. Ég hef reyndar þurft að fyrirgefa þeim ýmislegt. Til dæmis missir á einni fyllingu - það var reyndar meira mér að kenna. Þá lærði ég að það er of mikið að troða fjórum kúlum upp í sig í einu. Bingókúlur eiga líka sinn hlut í að rassinn á mér er talsvert stærri en þegar ég hóf nám. 


Þetta er auðvitað hrikalegt ástand! Hrikalegt! Enginn tími til þess að naglalakka sig þrisvar á dag lengur. Ég verð þó að gefa mér tíma til þess að bæta úr þessu í kvöld. Svona fer ég ekki út úr húsi. Ég gæti alveg eins gengið um nakin. 


Þessir eru aldrei langt undan þegar ég er að læra. Ég get ómögulega einbeitt mér án þess að vera vel smurð af varasalva. Ég get heldur alls ekki notað alltaf sömu tegundina - frekar en sama lit af naglalakki. Þið skiljið þetta. Ég þjáist líka af smávægilegri söfnunaráráttu þegar kemur að ýmsum hlutum en það er önnur saga.

Jæja. Áfram með smjörið.

Heyrumst.

6 comments:

  1. Haha þekki þetta, var að fá mér nýja tölvu, vantaði 9 takka á mína gömlu!

    ml-corner.blogspot.com

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahaha. ég get þá alveg komist af án þriggja takka e-h lengur! :)

      Delete
  2. hahaha.... þú ert alveg snar!!! :)

    -En ég er reyndar oft og iðulega svona um neglurnar, td akkurat núna :) En það er ekki vegna tímaskorts...hjá mér kallast þetta leti. Mér leiðist rooosalega að taka af mér naglalakk, en finnst Yndislegt að setja það á :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. uss. það er bannað að vera svona um neglurnar!

      Delete
  3. æði, þú ert svo dugleg. mér langar samt að forvitnast, hvað ertu að læra? og í hvaða háskóla??

    xx
    b

    ReplyDelete
    Replies
    1. ó mitt kæra b.

      ég er að skrifa mastersritgerð í mannfræði við háskóla íslands! :)

      Delete