Sep 2, 2013

Um helgina.



Um helgina laumaði ég nokkrum butterscotch-dropum út á hafragrautinn minn. Þetta er alveg dásamlega gott sælgæti og að leyfa því að bráðna út á hafragrautinn - namm! Ég hef aldrei séð þetta annarsstaðar en í Kosti, það er þó vel þess virði að gera sér ferð þangað fyrir einn poka af þessu gúmmelaði.


Um helgina tók ég mitt hefðbundna laugardagsmaraþon. Heil vika af Glæstum vonum. Og Bill Spencer birtist næstum í hverjum einasta þætti. Namm!



Um helgina pakkaði ég inn afmælis- og útskriftargjöf. 


Um helgina gerði ég mig fína og fór í partý.


Um helgina gæddi ég mér á ljómandi fínu veitingum í stórskemmtilegu partýi. Ég hefði þó mátt einbeita mér meira að þessu ljúfmeti og minna að veitingunum sem voru í fljótandi formi.



Um helgina fór ég á dásamlega notalega tónleika með Bjartmari Guðlaugs.

Góð helgi að baki og fremur súr vika framundan. Ritgerðarskrif og líklega blæðandi magasár sökum kaffidrykkju.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment