Ég keypti þetta. Óvart. Ég var bara svo heilluð af því að þessi lökk glóa í mykri. 6 dollarar. Það er nú bara gefins. Eða mér fannst það að minnsta kosti - þangað til að ég komst að því að ég hafði bara keypt eitt stykki.
Ég bauð í þetta. En einhver fjárans selur yfirbauð mig og hirti þetta. Vonin um að eignast þessa gersemi var því gefin upp á bátinn.
Ég er mikið búin að velta fyrir mér af hverju þetta naglalakk kostar 34 dollara. Einnig er ég líka MIKIÐ búin að reyna að réttlæta það fyrir mér að kaupa það.
Þetta er að freista mín í augnablikinu. Fullt af glimmeri og naglaskrauti á 10 dollara. 10 DOLLARA!
Ég verð farin á hausinn fyrir áramót. Helvítis Ebay!
get sagt þér það að þú munnt EKKI verða fyrir vonbrigðum með glimmerið!! keypti mér 72 dúnka og hef átt ófá hamingjurík kvöld með naglalökkum, skrautum, vínglösum og vínkonum!
ReplyDeleteTOTALLY WORTH IT
kv. sigga alveg jafn mikill naglaholic og þú ;)
ps.hef bloggað einu sinni eða tvisvar um glimmerin mín og getur séð líka myndir á insta hjá mér af þeim áður en þú ákveður þig ;)
SELT!
Deleteég var einmitt búin að sjá þetta einhverntíma á blogginu ykkar! það eru einmitt 72 dunkar inni í þessum díl! Og ég er sko búin að splæsa - ALLT þér að KENNA! ;-)
ps. það er svo gott að geta kennt öðrum um!
hahaha verði þér að því, tek þetta á mig með glöðu gleði !
Deleteþú þarft heldur ekki ciate þegar þú færð fallegu kavíar perlurnar sem voru í þessum díl ;)
ég sakna kreditkortsins míns sem er í geymslu í bankanum vegna ebay.
-sigga, námsmaður með ekki nógu há laun.
ó almáttugur - kreditkortið mitt verður sjálfsagt ekki lengi að fara sömu leið! :-)
Deletenei heyrðu nú mig! Ég grét smá yfir fegurðinni á 34$ lakkalakkinu! váhá...
ReplyDeleteééééég veit. ég er búin að fella nokkur tár yfir því líka!
Delete