Dec 29, 2012

Lúxusvandamál.

Mikið er pirrandi að búa einhversstaðar þar sem maður getur ekki bara skroppið í bæinn og verslað sér fáeinar flíkur. Mig vantar hræðilega einhver klæði fyrir áramótin. Það er víst ekki í boði að vafra um og versla á internetinu. Það er orðið alltof seint.






Þessir kjólar fást allir hérna. Ég er yfir mig ástfangin af þeim öllum. 

Það er að vísu ein fatabúð hérna á Reyðarfirði. Já alveg ein! Ég skottaðist þangað áðan með von í hjarta en kom bara út með svartar diskóbuxur. Mjög flottar. En ekkert áramótadress samt sem áður. 

Tjah, nema að ég verði ber að ofan í diskóbuxum. Treð bara á mig einhverju risastóru hálsmeni og fer í flotta skó. Þá tekur enginn eftir því að ég sé bara á júllunum.


3 comments:

  1. guðalmáttuguráhimnum! ég fékk svo fallegann og unaðslegann áramótakjól í dag úr Nostagíu! jeremíasogmaría!

    já. diskóbuxur og júllur eru málið. allir hvort eð er sullandi á kafi í kampavíni (fokk hvað ég get ekki beðið eftir því! hendurniður-alladaga uppáhalds drykkurinn minn!) og enginn fattar neitt... já?
    eðaokei, diskó og eitthvað kasjúal fagurt að ofan og stórt hálsmen. það er nú til eitthvað af þeim - varalitur og glimmerauguogneglur og BAMM! gleðilegt nýtt ár - skál - allir happy!

    ReplyDelete
    Replies
    1. ekki vera að svekkja mig með því að þú eigir unaðslegan áramótakjól þarna! andskotinn.

      ó kampavín! ég drekk bara nóg af því - byrja bara um hádegi og þá er mér andskotans sama þó ég sé á júllunum!

      Delete
  2. ég fer einmitt í gamlársdagsáramótalaunch þar sem er skálað í kampa.. ætli ég hætti nokkuð!

    djöfull er áramótakjóllinn min fallegur!

    ReplyDelete