Dec 10, 2012

Sörpræs!

Ef ykkur langar einhverntímann að gera eitthvað skemmtilegt fyrir vini ykkar þá mæli ég eindregið með sörpræs-afmælisveislu. Þvílík gleði!

Við vinkonurnar héldum eina slíka um helgina.


Ég verð reyndar að viðurkenna að ég var bara almennt ákaflega hamingjusöm þennan laugardag. Jólafrí, ástæða til þess að smella á sig glimmeri og drekka hvítvín - góð gleðiblanda.


Veitingarnar sem við vorum búnar að leggja á borð heima hjá afmælisbarninu áður en hún kom heim úr vinnu.


Við vorum auðvitað að kafna úr spennu áður en afmælisbarnið kom heim. Búnar að fela okkur inni í eldhúsi og tilbúnar að stökkva á hana. Ég er dálítið eins og gömul kennslukona á þessari mynd. Ég var tilneydd til þess að halda bara á grímunni sökum höfuðstærðar.


Afmælisstelpan búin að ná sér yfir mesta sjokkið. Það má segja að hún hafi fengið smávegis áfall við að finna fimm grímuklæddar konur inni í eldhúsi hjá sér. 


Ég var svo hrifin af þessum glitrandi leggingsbuxum að ég varð að smella mynd af þeim. Þetta eru fæturnar á afmælisbarninu og ef minnið er ekki að bregðast mér þá keypti hún þær hér.


Ég kynntist þessum þetta örlagaríka laugardagskvöld. Með okkur tókst mikill vinskapur. Sem hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér. Það er nokkuð öruggt að fullyrða að sunnudagurinn var alls ekki jafn gleðilegur og kvöldið á undan.


Það var mikill hressleiki - aðeins of langt fram á nótt.


Stjörnublys til heiðurs afmælisÞórdísi á miðnætti.

Ótrúlega vel heppnað kvöld - sörpræsveislur frá mín meðmæli.




3 comments:

  1. Já sörpræs fær líka mín meðmæli.
    Þetta var skemmtilegt og gleðilegt að öllu leyti.

    ReplyDelete
  2. vá en gaman! & æðisleg mynd af ykkur! :*

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir mig, þetta var frábært kvöld :) og takk fyrir að setja inn þokkalega mynd af mér í íþróttagallanum ;)

    ReplyDelete