Ég hef notað þennan gula svona næstum daglega síðan 2009 minnir mig. Fremur ódýr og skilar verkinu vel af hendi.
Þessum er ég svo nýbúin að fjárfesta í, Falsies Feather-Look frá Maybelline. Ég er nú eiginlega bara ekkert skotin í honum eftir að hafa notað hann þrisvar. Hann er alltof klístraður að mínu mati og maður þarf eiginlega heilan stauk af eyrnapinnum til þess að drífa upp drulluna sem hann skilur eftir sig í kringum augun.
Svona lítur burstinn á honum út. Hann er eiginlega of mjúkur fyrir mína parta - ef það má orða það þannig.
Maskarinn er samt ekkert alslæmur - hann gerir alveg helling fyrir augnhárin. Á neðri myndinni var ég búin að strjúka ca. þrisvar yfir þau. En örugglega búin að brúka 12 eyrnapinna til þess að ná maskaranum af stöðum sem hann átti ekki heima á. Hann kostar næstum 3000 krónur - dálítið dýrari en guli félagi minn. Ég myndi að minnsta kosti ekki kaupa hann aftur.
Mig langar samt ennþá í nýjan maskara - þrátt fyrir farsælt samband við þann gula. Þið megið endilega ráðleggja mér - mér er alveg sama hvað maskarinn kostar. Sambýlismaðurinn splæsir.
Ég nota rauða í sama útliti og merki.. Hann er notalegur - með plasthárum og gerir mig sæta.
ReplyDelete(ég er samt ennþá ekki að skoða síðuna þína)
jááá rauði. ég hef séð hann - hann er svona stinnur, eins og ég vill hafa þá! ;-)
ReplyDeleteps. ég svaf til 13:40 í dag. af því ég er í jólafríi.
ég hló upphátt af þessum dónabrandara þínum. ég er á þjóðarbókhlöðunni.
ReplyDeleteþví miður er ég búin að lesa svo mikið í dag að ég gat bara lesið fyrstu línuna í þessu kommenti. ojæja.
Ég hef prófað sirka milljón tegundir af maskara og Hypnose Drama frá Lancome er sá allra ALLRA besti...(og dýrasti)! Endist lengi og fyrir fátæka námsmenn eins og mig þá virkar hann svo vel þó hann hafi verið vatnsblandaður þúsund sinnum.
ReplyDeletejá ég notaði hann einmitt alltaf einu sinni. svo hækkaði hann e-h brjálæðislega í verði þannig að ég hætti að kaupa hann. en það var árið 2007 sko - ég er ekki viss um að ég þori að komast að því hvað hann kostar í dag! :)
DeleteMaskararnir frá Loreal hefur mér alltaf líkað voða vel við - er búin að nota þennan svarta og hvíta "double extencion" frá 2005 eða e-ð! :) aldrei hefur hann svikið mig - svo eru DIOR maskararnir náttúrulega dásamlegir, en þeir eru í dýrari kanntinum, sem stoppar þig að sjálfsögðu ekki!
ReplyDeleteurður. ég á útivinnandi unnusta. það stoppar mig ekkert!
DeleteKanebo maskarinn er sá allra besti ;)
ReplyDelete