Jan 27, 2013

Einfalt og fljótlegt.

Ég á í stöðugu stríði við hárið á mér. Ekki nóg með það að þetta bévítans hár sé snarkrullað og almennt óþolandi þá skarta ég líka sveipum á stórundarlegum stöðum. Sem geta gert mér lífið mjög erfitt þegar ég reyni að gera eitthvað fallegt við hausinn á mér.

Um áramótin fann ég undursamlega lausn á þessu vandamáli. Eina sem maður þarf er hárband og hárlakk.


Þessi greiðsla gæti ekki verið einfaldari. Fallegt hárband sett yfir höfuðið. Lausa hárið að aftan tekið og sett ofan í bandið þangað til það helst fast.


Fáeinir lítrar af hárlakki og maður er klár í hvað sem er! 


Ég á því miður enga góða mynd af því þegar ég gerði þetta í hárið á mér. Það sést nú samt aðeins á þessari mynd. Ég hafði enga lokka lausa að framan heldur tróð öllu hárinu ofan í hárbandið. Svona til að vera aðeins settlegri í útliti - það má ekki vera druslulegur á áramótunum. 

Þessi greiðsla tók mig ekki meira en tvær mínútur. Það er fjári góður tími þegar ég og hausinn á mér erum annars vegar.

Hugmyndinni stal ég hér.

5 comments:

  1. AHH!!! ég einmitt er með horbjóðsviðbjóð á hárinu á mér - djöfull ætla ég að fara að kaupa hárbönd!

    takk.

    ReplyDelete
    Replies
    1. já mér datt í hug að þú værir með ógeðslegt hár.

      ekkert að þakka.

      Delete
  2. Þú ert nú bara eins og kvikmyndastjarna í gamla daga á þessari mynd með hárið svona :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. kærar þakkir fyrir það!

      þetta er súper einfalt - og manni finnst maður ægilega fínn með þetta! ;-)

      Delete