Jan 1, 2013

Gamlárspartý!


Áramótamæðgin stjörf yfir sjónvarpinu.


Ein speglamynd áður en haldið var af stað í mat til mömmu og pabba. Þetta var hvorki fyrsta né síðasta speglamyndin þetta kvöldið. Ég er alltaf alveg agalega skotin í þessum kjól sem ég skarta. Hann kemur héðan.


Grillað á gamlárskvöld.



Klukkan sló loksins tólf og þá var heldur betur skálað. Oft og mikið. Ég drakk allavega talsvert fleiri glös en þetta eina.


Eftir næturglensið fannst mér alveg gráupplagt að bjóða nokkrum vel völdum heim til mín í pizzu. Klukkan að ganga sex á nýársdagsmorgun. Rosalega góð hugmynd. Sérstaklega þar sem ég kann ekki einu sinni að gera pizzudeig. En sambýlismaðurinn reddaði málunum. Eins og svo oft áður.


Síðasta speglamynd kvöldins. Tekin klukkan sex í morgun. Þarna er ég komin með svo mörg lög af meiki á andlitið að það var orðið erfitt að brosa. Ég er nefnilega alltaf dálítið dugleg að bæta við meiköppið þegar líða tekur á kvöldið. Fer eina umferð yfir andlitið í hverri klósettferð. Og þær geta nú orðið ansi margar.


Ó almáttugur. Dagurinn í dag var dálítið súr ef satt skal segja. Úff. 
En þó alveg þess virði - gamlárskvöld er nú bara einu sinni á ári!

Gleðilegt ár!

No comments:

Post a Comment