Jan 7, 2013

Shoe shopping.




Ég gat að sjálfsögðu ekki látið það duga að koma einungis með eitt skópar heim frá Akureyri. Ég hafði þó örlitla stjórn á mér og kom bara heim með þrjú pör. Þau hefðu auðveldlega getað orðið fimmtán - ef sambýlismaðurinn hefði ekki gert veskið mitt upptækt eftir að ég fjárfesti í þriðja parinu. 

Það var reyndar honum að kenna að ég keypti þessi tvö. Honum tókst að vakna með gjörsamlega fastan haus í gærmorgun - hann gat ekki snúið höfðinu né rétt það við. Það var bara fast út á hlið. Ég veit ekki hvort þetta var bara brjálaður hálsrígur eða klemmd taug. Ég þaut engu að síður með hann á læknavaktina. Aðallega af því að ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda að ég þyrfti jafnvel að keyra alla 300 kílómetrana heim á Reyðarfjörð, verandi versti bílstjóri í heimi. 

Svo er sambýlismaðurinn líka alveg hrikalega leiðinlegur þegar honum líður illa - þannig að ég vildi fá hann í lag hið snarasta!

Ég vil auðvitað heldur alls ekki að honum líði illa. Þá líður mér illa. Því við erum eitt. 

Á læknavaktinni var honum sagt að fara heim og fá sér Paratabs - það hefði alveg eins verið hægt að segja honum að fara út og éta snjó. Eins og Paratabs geri eitthvað gagn á pikkfastan háls. Ó nei. 

Til þess að gera langa sögu stutta þá var ég ákaflega pirruð yfir því að ekki væri hægt að gera neitt fyrir hann. Þannig að ég fór á Glerártorg - sagði sambýlismanninum að við þyrftum nauðsynlega að fara þangað til þess að kaupa verkjatöflur og hitakrem fyrir hann. 

Ég sendi hann síðan í apótekið á meðan ég sagðist ætla að fara að kaupa handa okkur kaffi. Á þremur mínútum tókst mér að kaupa tvenn pör af skóm og tvo kaffibolla. Síðan beið ég hans á kaffihúsi með sparibrosið. 

Þessa skó keypti ég því einungis til þess að róa taugarnar. 



Alveg undursamlegir. Svo róandi og nærandi fyrir sálina. Núna er ég farin í eyðslubann. Ég meina það!



5 comments:

  1. DJÖFULL LANGAR MIG Í ÞRJÚ NÝ SKÓPÖR! SATANS!

    ReplyDelete
    Replies
    1. þessi þrjú pör kostuðu minna en JC skórnir þínir - ÖLL saman sko!

      þannig að þú hefur ekki rétt á að væla!

      Delete
  2. já en.... ég borgaði þá ekki. ég fékk þá gefins. máégþávæla?

    ReplyDelete
    Replies
    1. nei. þá má ég væla. ég ætla að finna einhvern sem vill gefa mér JC.

      Delete
  3. markmið mitt í lífinu var að finna einhvern sem skildi fatasýkina mína og myndi styðja mig - tékk!

    ReplyDelete