Jan 25, 2013

Sjö ár.


Jesús. Ég trúi ekki að ég sé að setja þessa mynd hérna inn. Fyrsta myndin sem tekin var af okkur saman, fyrir heilum sjö árum síðan. Verulega slæm mynd - en mér þykir samt alltaf svo vænt um hana. Þó ég skarti að minnsta kosti þremur undirhökum á henni og sambýlismaðurinn líti út eins og hann sé 10 ára. 

Það væri algjör þvættingur að segja að þessi sjö ár hafi snúist um rósablöð og rauðvín. Ó, nei. Það hafa nú verið fáeinir djúpir dalir á vegi okkar - eins og gerist líklega hjá öllum. Nema þeim sem ljúga og þykjast alltaf vera hamingjusamir. 

Ég hef komist að því að maður þarf að vera í hamingjusömu sambandi við sjálfan sig fyrst, áður en maður ætlar sér að reyna að gera einhvern annan hamingjusaman. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einn aðili sjái manni fyrir stanslausri hamingju. Það er bara of mikið á eina manneskju lagt. 

Það þarf að kunna að veita sjálfum sér hamingju. Og finna hamingjuna allt í kringum sig. Ekki bara bíða eftir að einhver annar veiti manni gleði. Skapa sína eigin gleði - það er mitt mottó. 

Ég á alls ekki við að sambýlismaðurinn geri mig ekki nægilega hamingjusama. Það gerir hann svo sannarlega. Það er bara svo mikilvægt að gleyma ekki sjálfum sér. Að vera hamingjusamur einstaklingur. 

Það skilur vonandi einhver hvað ég á við.

Sambýlismaðurinn er ekki einu sinni heima til þess að fagna þessum áfanga með mér. En það er í góðu lagi. Það eru til tvær rauðvínsflöskur í húsinu. 

Þær veita mér hamingju í kvöld.

2 comments: