Ég er búin að skemmta mér konunglega síðasta klukkutímann. Og sé ekki betur en að ég hafi verið ákafur aðdáandi Barnablaðs DV á sínum tíma.
Þetta sendi ég inn í Barnablað DV árið 1993. Leiðinlegt að draumur minn um að verða rokkari hafi ekki ræst. Ég lýg líka blákalt í almenning þegar ég segi að handbolti og útvera séu mín helstu áhugamál. Ég hef aldrei svo mikið sem kastað handbolta og ég stundaði sjónvarpsgláp og bókalestur þegar ég var krakki - ekki útiveru.
Þetta er alveg dásamlega fyndið. Að senda kveðjur til vina sinna í DV. Ég hef örugglega verið dálítið furðulegt barn.
Ég hélt út bloggi í mörg ár þegar ég var í menntaskóla. Það hefur augljóslega verið birt glefsa úr því í DV árið 2005 sem ég hafði ekki hugmynd um. Ótrúlega gaman að rekast á þetta.
Seinasti klukkutími er búinn að vera hreinn unaður. Ég er búin að sitja hérna fyrir framan tölvuna með þurra kjúklingabringu (mánudagsmegrunin sko) og frussa af hlátri.
Það er agalega hressandi að hlæja að sjálfum sér svona annað slagið.
Nei mikið andskotinn sem þetta gladdi mig!! :D
ReplyDeleteó ég vissi að þetta myndi gleðja þig sérstaklega.
Deleteverst að ég fann ekki forsíðumyndina af okkur - agalega sáttar að veiða á frystihúsbryggjunni! ;-)