Sjóðheit samloka beint úr vöfflujárninu. Löðrandi í osti og unaði. Ef þið hafið ekki prófað að grilla samlokur í vöfflujárni þá mæli ég með að þið prófið það strax. Namm!
Best er auðvitað að borða hamborgarasósu með þessu. En það má bara við hátíðleg tilefni.
Brakandi hrein rúmföt. Er í alvöru til eitthvað betra? Ég ætla að fara að sofa strax eftir kvöldmat.
Ég gaf gömlum ilmkertakrukkum framhaldslíf með því að nýta þær undir ýmislegt smálegt inni á baðherbergi. Hérna getið þið lesið um hvernig er best að losa kertaleifar upp úr krukkum og öðrum glerílátum.
Ég elska þennan safa. Hann er sjúklega svalandi og góður. Ég er samt engin ávaxtasafakona - tjah, nema þegar ég nota þá í kokteilablöndun. En þessi safi hitti mig beint í hjartastað.
Það eina sem mér leiðist við sumarið er að það býður ekki upp á kertaljós og kósýheit. Það er því ekki annað í boði en að kaffæra heimilinu í kertaljósum þessa daga sem eftir eru fram að sumri.
Valentínusardagur og enginn sambýlismaður heima til þess að elska mig.
Oh, jæja. Ég elskast bara með Ebay í staðinn.
No comments:
Post a Comment