Mér finnst samt alltaf dálítil synd að henda krukkunum sem kertin koma í eftir að þau klárast. En það er samt ekki sjéns að ég nenni að fara að kroppa vaxið upp úr þeim. Neglurnar á mér eru of dýrmætar fyrir slíkt bardús.
En ég hef fundið ráð. Sem svínvirkar.
Hér má sjá leifar af hinum ýmsu kertum sem brunnin eru til grunna. Venjulega færi þetta beinustu leið í ruslið hjá mér. En ekki lengur.
Maður tekur sjóðandi vatn og hellir ofan í krukkurnar. Þá bráðnar vaxið smátt og smátt og harðar á yfirborði ílátsins. Þetta þarf samt að standa í góðan tíma - vatnið verður að vera orðið kalt þegar hafist er handa við að hella því úr.
Þessi mynd er tekin sirka fimm tímum eftir að vatnið fór í. Ef þið horfið roslega vel þá sjáið þið vaxið efst í krukkunum.
Þegar vatnið er orðið kalt nær maður vaxinu úr í heilu lagi. Tjah, nánast heilu lagi. Þá er ekkert eftir nema að vaska krukkurnar upp með heitu sápuvatni.
Aldeilis fínt! Svo getur maður farið að föndra með nýju kertastjakana sína. Þegar ég segi föndra þá á ég að sjáfsögðu við að klína glimmeri á þá.
Það verður verkefni helgarinnar.
Hugmyndin er fengin héðan.
No comments:
Post a Comment