Skólinn verður martröð og ég fyllist sjálfshatri. Meðan lægðin gengur yfir á ég alls engin föt til þess að fara í, enga peninga til þess að kaupa föt og mig langar iðulega að klippa af mér allt hárið. Því hárið á mér er auðvitað viðbjóður. Ég byrja að hata íbúðina sem ég bý í og langar að æla á helvítis gólfdúkinn sem prýðir eldhúsið hérna. Ég fer að sjá drasl í hverju horni og mér finnst ég feitari en ofalið svín. Sambýlismaðurinn breytist í svín sem ég þarf að siða og sonurinn verður að litlu svíni. Þegar svona stendur á þá á ég ekkert nema ljóta hluti í ljótu húsi. Svo ekki sé minnst á fjárans flísarnar á baðherberginu ...
...eruð þið að ná heildarmyndinni?
Það er ekki nokkur einasta möguleiki fyrir nokkrun mann að hressa mig við. Það er bara allt ómögulegt og því verður ekki breytt.
Svona hefur ástandið verið síðustu tvo daga. Guði sé lof þá virðist andinn vera á uppleið. Ég vil nú ekki meina að ég sé geðveik. Enda eru þessar lægðir mínar ekki daglegt brauð. Mun fremur hlýtur þetta að vera bara mannlegt eðli. Ég neita að trúi að allir geti verið að rifna úr gleði alla daga ársins. Glætan.
Aumingja sambýlismaðurinn. Í gær stofnaði ég næstum sambandi okkar í hættu út af hakki. Já hakki - svona hökkuðu kjöti. Eins og flestir vita er hægt að búa til einhverskonar buff úr hakki. Þessi buff kalla ég hakkbuff en sambýlismaðurinn segir hakkAbuff. Þetta fór svo mikið í taugarnar á mér að ég flutti næstum út í gærkvöldi. Hann fór bara ekki ofan af þeirri skoðun að þessi bévítans buff hétu hakkabuff. Og ég ætlaði að sjálfsögðu heldur ekki að gefa mig. Enda í andlegri lægð og þá er allt sem ég segi rétt.
Þetta hakk-mál var ekki útkljáð í gærkvöldi því ég varð brjáluð og fór að sofa. Sko allt lægðinni að kenna. Ég er spennt að sjá hvort sambýlismaðurinn skilar sér heim úr vinnu.
Ég tel það fullvíst að hann hafi íhugað alvarlega að fara frá mér í gærkvöldi.
Ég mun taka þetta til greina fyrir næstu lægð.
AAAHAHAHAH! vá ég er nákvæmlega svona! allt er heimskt og ljótt og asnalegt og satans kjaftæði og rugl! og fólk getur bara verið heima hjá sér eða étið kúk. en svo gengur þetta yfir og ég verð sæt aftur og læt sem ekkert sé og þessir dagar hafi bara ekki átt sér stað...
ReplyDeleteég bý ein eins og er. reyndar með barni sem getur ekkert gert nema bara búið með mér. elsku apinn.
hahahaha ò hvað èg vildi að sumt fòlk væri bara heima hjá sèr að èta kùk og lèti mig í friði!
Deletesambýlingar eru nauðsyn í lægð. maður verður að hafa einhvern til þess að láta allt þetta òrèttlæti heimsins bitna á.
aumingja apinn. og aumingja litla svínið mitt.
einhvern eða eitthvað - í dag braut ég til dæmis nögl í pirringskasti mínu við púða. hann var a) ekki að gera það sem ég vildi að hann gerði, b) yfirhöfuð bara ferlega fyrir mér og c) endaði út á svölum. púði getur alveg komið í stað sambýlings..
Delete