Almáttugur, dreptu mig ekki! Ég og þessi hrærivél hljótum að vera ætlaðar hvor annarri.
Eða þessi. Jesús minn. Ég verð bara æst við að horfa á hana.
Mig langar í þessa púða. Ég er í andlegri lægð í augnablikinu og glimmer gerir allt betra.
Já mér finnst þetta flott. Í alvöru. Bleikt og glansandi - hvað er ekki hægt að elska við þetta?
Ég gæti lifað hamingjusön til æviloka sitjandi á þessu klósetti. Með bleika Kitchen Aid vél í fanginu.
Glimmerljós og hlébarðaljós. Mama loves.
Það væri ekki dónalegt að lúra sér á þessum púðum. Hvílík dásemd.
Ef ég væri einbúi þá myndi heimili mitt mjög líklega líta út eins og verulega skrautlegt hóruhús.
Háklassahóruhús að sjálfsögðu. Höfum það alveg á hreinu.
glimmerið - já takk!!
ReplyDeletehlébarðavibbinn - já nei!
ohh helvítis andlega lægðin. ég vil bara sofa í 3 mánuði!
æ láttu ekki svona. hlébarðamynstur er best!
Deleteó lægðin - mig langar að grafa mig í fönn fram á vorið!
æj það er engin fönn í rvk.. bara grátt og ringing og rok. satans óbjóður!
ReplyDeleteég gæti hugsanlega reddað okkur skafli á fagradal.
Delete