Ég fann nú samt nokkrar skemmtilegar og ódýrar hugmyndir fyrir morgundaginn.
Hjartalaga mjólkurísmolar sem lauma má út í kaffi eða mjólk. Þegar þeir bráðna þá verður mjólkin bleik.Voðalega sætt.
Það sem þarf er hjartalaga klakaform eins og þetta rauða. Þau fást í Ikea. Síðan bara mjólk og rauðan matarlit. Hugmyndin kemur héðan.
Hjartalaga kanilsnúðar. Þið finnið nánari upplýsingar um þá hér.
Ógurlega sæt kaka með földu hjarta inni í. Í þessar framkvæmdir þarf að eiga hjartalaga piparkökuform. Skoðið þessa síðu til þess að sjá hvernig þetta er gert nákvæmlega.
Þetta finnst mér skemmtileg hugmynd. Ákaflega auðveld og meira að segja apar eins og ég geta galdrað þetta fram úr erminni. Sjá betur hér.
Ókei, þetta er yfirdrifið nóg af krúttlegheitum svona í morgunsárið.
Adiós.
No comments:
Post a Comment