Mig vantar alla þessa liti sárlega í safnið. Það má kaupa þá alla hér og muuun fleiri til. EKKI hætta ykkur inn á þessa síðu. Það er endalaust magn af snyrti - og hárvörum þarna og ókeypis sendingakostnaður til Íslands. Mér er að minnsta kosti ómögulegt að heimsækja síðuna án þess að kaupa eitthvað. En ég er auðvitað ekki eins og fólk er flest.
Ég bugaðist örlítið í gærkvöldi, fékk mér rauðvínsglas og villtist inn á Ebay. Af því að ég átti mjög bágt þetta fimmtudagskvöld og var buguð af lærdómsálagi þá splæsti ég á mig þessum fjórum lökkum. Ég gat með engu móti staðist þau lengur - ég er búin að standast freistinguna síðan þau komu á markað snemma í janúar. En í gærkvöldi þá gat ég ekki meir.
Ég varð að eignast þau.
Ég á þau fyllilega skilið.
Og hana nú!
TAKK!!!!!!! nú munu námslánin mín hverfa!
ReplyDeleteég sagði EKKI fara inn á þessa síðu. ALLS EKKI.
Deleteég varaði þig við!
Ég er svo miklu meira húkkt á feel unique því þau eru með essie! Keypti eitt þannig lakk í Flórída nú í haust og það startaði nýrri áráttu, finnst þau svo miklu betri en opi
ReplyDeleteoh ég er sammála. ég hef einu sinni prófað essie og það var ást við fyrstu sýn.
ReplyDeleteég hef reyndar aldrei verið neinn brjálaður opi fan. mér finnst þessir litir bara svo flottir. ooooog ég er glimmersjúk þannig að ég varð að fá mariah carey lökkin! ;)
það er líka hægt að panta essie af beautybay.com - ég er að slefa yfir þeim as i write. það skaðar nú ekkert að panta sér eitt? ;)
ég var einmitt að panta 3stk á f.u .. maður getur alltaf á sig blómum bætt ;)
ReplyDeleteó við erum augljóslega alveg á sömu blaðsíðunni í þessum málum! :)
Delete