Jan 31, 2013

I Love Dove!

Ég elska vörur frá Dove. Ódýrar og gera sitt gagn - hvað er ekki hægt að elska við það?



Sambýlismaðurinn heldur að ég sé að safna þessu. Hann skilur ekki að hver einasti brúsi hér að ofan þjónar ólíkum tilgangi í mínu lífi.



Þetta er uppáhalds sjampóið mitt í augnablikinu! Ég keypti það í Kosti og hef aldrei séð það annarsstaðar en þar. Mér finnst hárið á mér vera miklu þykkra þegar ég hef þvegið það með þessari tvennu. Það verður líka dásamlega mjúkt og líflegt. Þetta sjampó er ákaflega góður kostur fyrir mig - stundum er nefnilega eins og ég sé með dauðan fugl á hausnum en ekki hár. Ég mun ferja fulla ferðatösku af þessu heim með mér næst þegar ég fer til Reykjavíkur. 


Ég nota þetta sjampó annað slagið þegar hárið á mér gerir uppreisn og lítur út eins og strákústur. Fínasta sjampó sem skilur hárið eftir agalega mjúkt og vel lyktandi. 


Brúnkukremið frá Dove nota ég óspart þegar ég þarf að líta vel út nakin. Djók. Ég lít alltaf vel út nakin. Ég nota þetta krem ef ég er að fara spóka mig um berleggjuð einhversstaðar. Virkar ótrúlega vel fyrir mig. Ég hef að vísu aldrei prófað það á andlitið - enda held ég að það sé aðallega ætlað líkamanum. Ég bý heldur ekki yfir þeim hæfileikum sem þarf til þess að bera brúnku í andlitið á sér. Ég lít alltaf út eins og skítugur vegavinnumaður eftir slíkar tilraunir. 

Bodylotionið fyrir aftan brúnkukremið er best! Algjör unaður. Það þarf ekki fleiri orð yfir það. 


Sturtusápa sem lyktar ómótstæðilega. Kostar innan við 500 krónur þannig að hún er nú næstum gefins. Þessi sápa endist líka vel og lengi. 

Ég mæli eindregið með þessum vörum - þær hafa ekki brugðist mér hingað til!

No comments:

Post a Comment