Mar 26, 2013

Dauði á brauði.


Mikið hrikalega er notalegt að vera lasin. Ennþá notalegra er að sonurinn er lasinn líka þannig að ég get ekki velt mér einungis upp úr eigin sjálfsvorkunn og volæði. 

Það er líka aldeilis ljómandi að það er korter í skil á öllum ritgerðum og prófin handan við hornið. Þá er einmitt voðalega hentugt að hafa hugmyndaflug á við ljósastaur og langa bara að liggja uppi í rúmi og deyja.

Best við þetta allt saman er að ég þarf að halda kynningu á lokaverkefninu mínu í dag fyrir framan fullt af fólki sem ég hef aldrei séð. Ég er hvítari en sængurver á sjúkrahúsi og að kafna úr gleði og hamingju.

Allt hér að ofan er kaldhæðni.

Bless.

No comments:

Post a Comment