Til þess að gera langa sögu stutta þá var ég að taka til inni á baðherbergi áðan og fann ágætis glás af tómum umbúðum. Þannig að ég ákvað að þetta væri hið fínasta tilefni til þess að herma eftir kollegum mínum í útlöndum.
Nivea sturtuskrúbbur: Ég keypti þennan skrúbb af því hann var á einhverju tilboði fyrir ekki svo löngu. Í stuttu máli þá elska ég hann ekki. Það eru alltof fá korn í sápunni - ef svo má að orði komast. Maður hefur það á tilfinningunni að þetta sé ekki að gera neitt gagn. Ég vill hafa skrúbba helst eins og það sé stálull á húðinni á mér. Ég hugsa að þetta verði ekki fyrir valinu aftur.
Kókosandlitsskrúbbur frá Inecto: Þessi skrúbbur var eiginlega ekki minn tebolli heldur. Ég keypti hann af því að mér finnst aðrar vörur úr þessari línu ágætar - jú og svo kostaði hann frekar lítið. Ég hef eiginlega það sama að setja út á þennan skrúbb og skrúbbinn frá Nivea. Hann gerir ekki nóg fyrir mig. En er örugglega alveg fínn fyrir suma. Ég myndi kannski kaupa hann aftur ef ég væri að leita mér að andlitsskrúbb sem væri ekki svakalega grófur.
L'oreal BB-krem: Ég var yfir mig hrifin af þessu kremi til að byrja með. Þetta krem gefur húðinni fallegan lit og þjónar tilgangi rakakrems um leið. En hrifning mín á þessari vöru hefur eiginlega dalað heilmikið. Mér fannst þetta frábært en núna finnst mér ég bara hálf undarleg í framan þegar ég klíni þessu á mig. Nei mig langar ekki í meira af þessu. Ég ætla að prófa eitthvað annað BB-krem næst.
Hyljari frá ELF: Þennan hyljara kann ég að meta. Hann hylur lærdómsbauga þrusuvel sem og bólur sem ég skarta oft á tíðum sökum sælgætisáts. Þessi er búin að endast mér síðan í lok nóvember og hann kostar ekki nema 400 krónur! Sem er gjöf en ekki gjald. Ég ætla svo sannarlega að kaupa mér annan svona.
Þið getið pantað hann hér.
Aveda Pure Abundance Style Prep: Þetta er ein af mínum uppáhalds hárvörum. Ég hef keypt þetta sprey oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það gerir ótrúlega mikið fyrir hárið á mér. Hárið á manni lítur út fyrir að vera miklu þykkra og meira en það er. Samt gefur spreyið ekki svona leiðinlega hárlakksáferð. Ég elska þetta sprey og mun halda áfram að nota það um ókomna tíð.
Þið getið keypt það hér. Aveda sendir líka frítt út á land sem er ávallt stór plús.
Núna þarf ég augljóslega að fara í verslunarferð til þess að bæta mér upp það sem búið er.
.
Elska elf vörurnar :) en var að pæla hvaða bloggum þú fylgist mest með ? :) væri meega til í meiri skemmtileg blogg til að lesa ! :)
ReplyDelete-Hildur Rún
já elf eru æði - líka svo hræódýrar!
Deleteég er ekki í tölvunni minni akkúrat núna - ég skal henda inn nokkrum linkum handa þér á morgun! ;-)
hvað með þessar síður ? :)
Deleteæ djók. gleymdi mér aðeins.
Deleteheyrðu ég skoða til dæmis
sprinkleofglitter.blogspot.com - inn á þessari síðu eru líka linkar inn á fullt af öðrum skemmtilegum.
http://www.secretdiaryofafashionjournalist.com/
http://www.islaay.com/
http://milkbubbletea.blogspot.com
http://www.whatoliviadid.com/
http://www.makeupandmacaroons.com
- síðan flækist ég um blogg bara með því að klikka á linka af öðrum bloggum :) vonandi finnur þú eitthvað skemmtilegt! :)
ég mæli með andlitsskrúbbnum frá Gamla Apótekinu... hann er æði , ódýr og frekar grófur (mér finnst allavena eins og ég sé að skrapa andlitið á mér með sandpappír þegar ég nota hann ) :))
ReplyDeleteúh, ég splæsi í hann á morgun! ;-)
Delete