Mar 14, 2013

Súkkulaðihjúpaðar saltkringlur.

Mig langaði svo agalega í eitthvað gott áðan. Já ég veit að klukkan er ekki orðin ellefu að morgni. En ég er að skrifa ritgerð og ég á svo bágt að það er allt leyfilegt.

Að mínu mati er eiginlega ekki til betri blanda en salt og súkkulaði.


Ef þið hafið smakkað þetta súkkulaði þá hljótið þið að vita hvað ég á við. Almáttugur, þetta er það besta sem ég hef látið inn fyrir mínar varir.

En þessi dásemd fæst víst ekki á mínum landshluta þannig að ég varð að redda mér öðruvísi. Ég ákvað að súkkulaðihjúpa saltkringlur og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.


Ég notaði 72% súkkulaði með appelsínubragði. Það var alls ekki slæmt en ég mun samt nota hreint 70% súkkulaði þegar ég geri þetta næst.



Þetta er ekki mjög flókið í framkvæmd. Það þarf bara að næla sér í góða lúku af saltkringlum, bökunarpappír og bræða súkkulaðið - ég gerðist nú svo kræf að bræða það í örbylgjuofni. Ég var orðin svo hungurmorða að ég mátti alls ekki til þess hugsa að fara að vesenast með súkkulaðið yfir vatnsbaði.



Þetta var ó svo gott.

Bumban er kát og geðheilsan er talsvert betri en hún var fyrir át.

No comments:

Post a Comment