Ég held að ég sé búin að velja mér kjól sem ég get skartað á árshátíð eftir rúmlega viku. Það sést ekki í mikið nema pallíettur á þessari mynd. Ég er dama - ég frumsýni kjólinn ekki í heild sinni fyrr en ég klæðist honum.
Ógurlega fallegt hálsmen fyrir sumarið. Ég hlakka mikið til að hætta að klæðast eins og eskimói alla daga. Hálsmenið kom alla leið frá Hong Kong - en upphaflega pantað af Ebay.
Ég er mjög frumleg í gardínugerð. Mig vantaði gardínur á skrifstofuna mína og skellti bara gömlum kjólum á gardínustöng. Ég er voðalega ánægð með þetta. Aðrir heimilismenn eru ekki á sama máli.
Stefnumótakrukkan mín - jahh, eða okkar réttara sagt. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Maður skrifar allskonar hluti sem hægt er að gera tvö saman á litla miða og setur í sæta krukku. Síðan dregur maður miða á ákveðnum dögum eða þegar hugurinn girnist. Þetta þurfa ekki að vera flóknir atburðir - bara eitthvað sem gerir það að verkum að fólk eyði tíma saman.
Ég dró til dæmis þennan miða áðan. Þið vitið að rauðvín er ómissandi hluti af öllum stefnumótum.
Eitt stykki stefnumót í bígerð.
Eigið notalegt fimmtudagskvöld, já og fáið ykkur rauðvín.
No comments:
Post a Comment