Mar 22, 2013

Facemask Friday.

Ég var að enda við að þrífa af mér einn besta heimatilbúna maska sem ég hef prófað.


Í maskann þarf:

1 teskeið engifer
1 teskeið kanill
1 teskeið hunang


Þessu eru öllu hrært saman þangað til úr verður þykk og fremur ólystug leðja.


Ég notaði verulega útrunnið engifer. Vonum að það komi ekki til með að skaða mig. Kryddhillutiltekt hefur hér með verið sett á dagskrá.



Maskanum er smurt í andlitið og leyft að hvíla þar í 15-20 mínútur. Ég mæli með að þið notið skeið eða einhverskonar spaða til þess að bera þetta á ykkur því maskinn er dálítið klístraður. Það er samt ekkert mál að ná honum af með þvottapoka eða handklæði. 

Húðin á mér er eins og silki eftir þessa meðferð. Besti heimatilbúni maski sem ég hef prófað - og er ég nú ansi dugleg við að mixa hina ýmsu maska. 

Mæli með því að þið prófið. 

2 comments:

  1. Verð að prufa þetta við fyrsta tækifæri :) held meira að segja að ég eigi útrunnið engifer ;)
    kveðja frá Seyðis,
    Halla Dröfn

    ReplyDelete
  2. þessi er súper - sérstaklega með útrunnu engiferi! :)

    ReplyDelete