Mar 17, 2013

Morgunverður á sunnudegi.


Ég bjó mér til verulega góðan hafragraut á þessum ííískalda sunnudagsmorgni.


Í þennan hafragraut þarf:

1 dl haframjöl
1 epli - saxað í bita með skrallinu á
1/2 teskeið kanill
1/4 teskeið múskat
2 dl vatn

Vatnið er sett í pott og suðunni leyft að koma upp. Þá er öllu skellt í pottinn, hitinn lækkaður og grautnum leyft að sjóða í 2-4 mínútur. 


Síðan má setja örlítinn mjólkurdreitil út á grautinn og jafnvel strá dálítið af púðursykri yfir hann. Svona af því að það er nú sunnudagur.



Ég stalst nú líka til þess að setja smá hnetusmjör út í skálina. Það fékk ekki að vera með á mynd af því það kom svo subbulega út. En gómsætt var það.

Mmm, þetta var gott. Mjög gott.

No comments:

Post a Comment