Ég er nú alls ekki hrifin af víni - en þetta er ótrúlega ferskt og gott. Höfum það á hreinu að ég tók myndir af þessum framkvæmdum í gærkvöldi. Ég drekk ekki fyrir hádegi á laugardögum. Að minnsta kosti ekki á Íslandi.
Í þennan drykk þarf:
Hálfsætt hvítvín
Sprite
Frosin hindber
Svipuðu magni af hvítvíni og Sprite er hellt saman í glas.
Vænni lúku af frosnum hindberjum er síðan skellt saman við. Ágætt er að leyfa drykknum að standa í smástund. Ef maður getur mögulega hamið sig. Ég get það yfirleitt ekki.
Þetta er líka ótrúlega sniðugt fyrir saumaklúbba eða stelpupartý. Þá er hægt að hella góðri skvettu af hvítvíni í fallega könnu og sama magni af Sprite út í. Slatti af hindberjum saman við og þið eruð komin með ódýran og góðan kokteil sem fellur vel í kramið hjá flestum.
Hafið þó í huga að þessi drykkur rennur frekar hratt niður.
(Hugmyndin kemur héðan).
Sauðstu ekki örugglega berin áður en þú notaðir þau..... hnegghnegg :)
ReplyDeletehttp://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/15/sjoda_skal_frosin_ber_vegna_smithaettu/
Kv, Linda
Deletemmm. nópe. ég át berin ekki - skiptir það ekki einhverju? ;-)
Deleteó well - það hefur ekkert verið sannað í þessu máli. sýð þetta drasl næst og krossa fingur að þetta hafi verið ósmituð og stórfín ber sem ég notaði í gærkvöldi.
...en ef ég blanda vodka út í þetta líka? er það ekki sótthreinsandi? ;-)
DeleteEr ekki stranglega bannað að skilja berin eftir þar sem þau taka í sig mesta áfengið?? Þetta kalla ég sóun :)
ReplyDeleteKv, L
nei hættu nú alveg.
Deleteberin eru ennþá í vaskinum. ég hakka þau bara í mig snöggvast og kem í veg fyrir alla sóun!