Stundum, eða eiginlega alltaf, langar mig í eitthvað gott. Í nýliðnu hádegi langaði mig af öllu hjarta í Doritos. Svartan Doritos. Jesús, mér kitlar í kjálkann við það eitt að skrifa um þennan svarta djöful.
En slíkt er ekki leyfilegt í hádeginu. Ó, nei. Þannig að ég varð að leita af einhverju sem gæti fullnægt þörf minni í eitthvað kryddað og krönsí. Og hvað fann ég? Ristaðar kryddkjúklingabaunir!
Þetta gúmmelaði er talsvert betra en það hljómar. Lofa.
Í þetta þarf:
1 dós af niðursoðnum kjúklingabaunum.
1 matskeið olía.
Krydd eftir smekk (í hlekknum á uppskriftina hér að neðan getið þið séð hvernig krydd er hægt að nota).
Kjúklingabaunirnar eru þurrkaðar vel. Við viljum engan baunasafa með þessu. Þær eru síðan settar í skál, olía og krydd þar ofan í og öllu hrært varlega og vel saman.
Síðan er dreift vel úr kjúklingabaununum á plötu þakta bökunarpappír. Þetta fer síðan inn í forhitaðan ofn á 225°. Það er nauðsynlegt að hræra annað slagið í þessu á meðan bökun stendur.
Að lokum þarf að hemja sig lítillega og leyfa baununum að kólna alveg. Svo er bara að njóta.
Þetta fullnægir snakkþörfinni alveg þrusuvel. Allavega eitthvað fram á kvöldið.
(Uppskriftin er héðan).
No comments:
Post a Comment