May 3, 2013

Helvítis H&M.

Ég er búin að renna eldsnöggt yfir dönsku H&M heimasíðuna og ó boj - ég sé Visakortið mitt fyrir mér í ljósum logum. Ég sé einnig fyrir mér svipinn á sambýlismanninum þegar ég segi honum að við séum gjaldþrota og vonbrigði afkvæmisins þegar hann byrjar ekki í skóla í haust heldur verður sendur beint út á vinnumarkaðinn.

Obobb. Jæja, ég hlýt að geta hamið mig. Aðeins. Ég á samt engin föt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og ég sagði þá er einungis eldsnöggri yfirferð lokið. Ég er ekki einu sinni hálfnuð með að grandskoða síðuna. Þannig að þetta er líklega bara byrjunin á óskalistanum. Jah, og líka fyrsta búðin sem ég skoða. 

Þetta veit ekki á gott. 

Það væri líka rosalega vel þegið ef mér tækist að missa ein fimm kíló fyrir næsta miðvikudag. Ég þoli ekki að máta föt sem mig langar í en minn lögulegi líkami segir nei og flíkin passar ekki. Oh, það er hrikalegt.

Sérstaklega vegna þess að ég kaupi yfirleitt fötin - sama hvort ég passa í þau eða ekki. Ég er með meistaragráðu í að sannfæra sjálfa mig um að einn daginn komi þau til með að smellpassa. 

Sá dagur hefur ekki enn runnið upp og í geymslunni minni má finna stóran kassa sem merktur er:
 ,,Guðrún Veiga - föt sem passa ekki aaaalveg."


3 comments:

  1. yes!
    Berlín eftir 17 daga og eitthvað af þessu var einmitt komið á lista hjá mér.
    vei við!

    ReplyDelete
    Replies
    1. VEI!

      pú á að þú fáir að bera queen-b augum samt!

      Delete
  2. Rosalega erum við með svipaðann fatasmekk , Setti ég akkurat 10 af þínum lista á h&m listann fyrir stuttu! ;)

    ReplyDelete