May 3, 2013

Bananahnetusmjörsmúslítortillur.

Ég er mikil hafragrautsæta. Ég borða hafragraut nánast á hverjum morgni allt árið um kring. En stundum fæ ég ógeð - algjört ógeð og myndi eiginlega frekar verða fyrir vörubíl heldur en að láta ofan í mig enn eina skeið af sjóðheitum hafravelling.

Hvað tekur kona þá til bragðs? Jú, hún fær sér eitthvað annað. Með hnetusmjöri að sjálfsögðu. Því hnetusmjör er ómissandi með öllum mat.


Þetta var eitt gott gúmmelaði!



Bananahnetusmjörsmúslítortilla:

Heilhveititortilla
Banani
Hnetusmjör
Múslí 
Kókosflögur

Það má auðvitað nota hvað sem hugurinn girnist á þessa pönnuköku. Ég er viss um að ferskir ávextir væru algjör sæla.


Hnetusmjörinu er smurt yfir tortilluna og múslí stráð yfir. Bananinn er síðan settur í miðjuna og kökunni rúllað upp.


Einfalt og hrikalega ljúffengt.

(Uppskriftin kemur héðan).

5 comments:

  1. ER ÞETTA ORÐIÐ EITTHVAÐ FOKKING MATARBLOGG!!



    okei djók. ég er bara í prófum og verð svöng við þetta og langar heim að útbúa mér og éta. bloggaðu frekar um föt kona. ég þarf ekki að fara neitt til að kaupa það fattarðu. get gert það bara í tölvunni á hlöðunni í gúddífíling!

    okei. bæ

    ReplyDelete
    Replies
    1. æ lilli.

      sorrý. ég er bara svo sísvöng þessa dagana að ég geri meira af því að éta en versla. nei ég er ekki ólétt.

      en köben, vúhú, í næstu viku. þá færðu fatablogg. jafnvel fyrr þar sem ég hef formlega flutt inn á h&m og ginu tricot síðurnar!

      Delete
  2. nei nú hættirðu! þetta er það allra furðulegasta. (fyrir utan sellerísambað sem þú varst með hér um daginn).
    en þetta er vissulega með hnetusmjöri, sem aldrei bregst.

    ReplyDelete