May 6, 2013

Instagram.


1. Fyrsti gullfiskurinn er fallinn frá. Hvílík og önnur eins dramatík. Mér fannst það bara nokkuð góður árangur að hann hafi lifað af í heila 16 daga á þessu heimili.

2. Ég lenti í því stórskemmtilega atviki um daginn að missa yfir klofið á mér sjóóóðheitan kaffibolla. Ég var keyrandi,  komin ansi langt út úr bænum og var á leið á fund með fólki sem ég hafði aldrei hitt áður. Ég tæklaði þetta auðvitað með stökustu ró, fór að skæla og sneri við á miðri leið.  Brunaði heim á ljóshraða með vel brennt klof, í ný föt og kom alltof sein á fundinn. 



3. Tiltekt í mínum helstu gersemum. Naglalakkslagerinn er að öllum líkindum verðmætari en fataskápurinn minn, í krónum talið.

4. Blast From the Past - ég er þessi til hægri. Sem gjörsamlega geislar úr gleði og hamingju.

 

5. Þetta var ein subbuleg bomba. Algjört hnossgæti. Uppskriftin kemur héðan.

6. Já mér finnst ekkert sérstaklega leiðinlegt að taka myndir af bakkelsi. Mikið væri samt ljúft ef mér þætti leiðinlegt að éta það. Úff.

 

7. Almáttugur hvað ég var skotin í þessum kaffibolla. Ég og hlébarðamynstur - banvæn blanda. Og kaffið, það besta sem ég hef fengið lengi. Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð á Café Valný ef þið eru einhverntímann stödd á Egilsstöðum.

8. Kökusneið handa sambýlismanninum. Ég er svo ótrúlega góður sambýlingur að ég hnupla handa honum kökusneiðum þegar ég fer í veislur. 

Þið finnið mig á Instagram undir gveiga85 - ekki vera hrædd við að elta mig þar. 

Gleðilegan mánudag!

2 comments:

  1. Ég elska líka hlébarðamynstur (og kökur). Djöfull verðum við flottar, tvær fimmtugar saman á ættarmóti í hlébarða frá toppi til táar, gúffandi í okkur hnallþórum!

    SandraR

    ReplyDelete
    Replies
    1. oh. ég get ekki beðið!

      ps. til hamingju með að hafa loks kommentað!

      Delete