May 6, 2013

Gina Tricot.

Það er fátt annað sem kemst að hjá mér þessa dagana en að slefa yfir dönskum vefverslunum. Jú og ákveða hvernig rauðvín ég ætla að kaupa í fríhöfninni á leiðinni heim.

En fallegu fötin út um allt! Hjálpi mér allir heilagir. Eða allavega veskinu mínu. Og sambýlismanninum. Hann hafði einmitt orð á því í gær að hann ætlaði jafnvel að kaupa sér jakka úti. Ég brást hin versta við ,,JAKKA! Þú átt jakka!". 

Þetta var dálítið vandræðalegt augnablik. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kom en ég hikstaði lengi eftir að ég sleppti þessari setningu. Það á víst ekki að kasta steinum úr glerhúsi.

En Gina Tricot, kíkjum aðeins á hvað hún hefur að geyma.

 



 

 

Nú þarf ég bara að kaupa mér miða í Víkingalottóinu og landa þar góðri summu. Ekki vil ég að sambýlismaðurinn væflist um jakkalaus á meðan ég spóka mig í öllum nýjum fötunum mínum.

2 comments:

  1. Kristín
    Pallíettubuxurnar eru fab!

    ReplyDelete
  2. Ég elska Ginu.

    ...og samúðarkveðjur til Gumma vinar míns, greyjið fær kannski ekki nýjan jakka. Þú getur kannski gefið honum jakka í þrítugsafmælisgjöf :)

    Ingunn.

    ReplyDelete