Ætli ég verði ekki að éta ofan í mig þau orð sem ég lét falla fyrir nokkru um að kettir væru ekki minn tebolli þegar kæmi að klæðnaði. Ég stóðst allavega ekki þessa skó. Kokteilarnir sem ég drakk með hádegismatnum sama dag gætu hugsanlega hafa spilað inn í þessi kaup.
Ballerínur. Álíka nauðsynlegir í fataskápinn og nærbrækur.
Þessir kostuðu 11.000 krónur úti. Ég var tilneydd til þess að kaupa þá þar sem sama par er á tæpar 20.000 krónur hér á landi.
Ég hefði svo sannarlega getað splæst í fleiri pör. En sambýlismaðurinn var í sjálfskipuðu hlutverki yfirvigtarlöggu í þessari ferð og stöðvaði frekar skókaup.
No comments:
Post a Comment