Jun 20, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.



Það hafa farið fram strangar snittuæfingar hérna á heimilinu undanfarið. Sambýlismaðurinn heldur nefnilega upp á þrítugsafmælið sitt um helgina. Ég er ekkert sérlega hrifin af snittusmökkun. Ég vil miklu frekar að við veltum fyrir okkur áfengum veitingum og smökkum þær vel og vandlega.


Mamma mín er dásamlegur snillingur sem þekkir mig líklega betur en nokkur annar. Hún kom heim frá Spáni í gær með þennan guðdómlega gjafapoka í farteskinu. Það sem einn poki getur hitt í mark - maður lifandi. Ég hef jú verið með dálítið sjúklega áráttu fyrir Marilyn Monroe frá því í barnæsku.



Í pokanum leyndist að sjálfsögðu ýmislegt gúmmelaði. Þar á meðal þessir naglapennar til þess að teikna eitthvað brjálæðislega fallegt á neglurnar.



Ó og þessi naglalökk. Til þess að búa til svokallaðar kavíarneglur. Já ég sagði kavíar.


Ótrúlega fallegt og skemmtilegt. 


Það er ekki bara mamma sem sér um sína heldur hefur Ebay glatt mig mikið og vel í þessari viku. Ég missti vitið í prófalestri um daginn og pantaði hvert eyrnalokkaparið á fætur öðru. Þau eru loksins að skila sér inn um lúguna og hvílík hamingja. 

Jæja, mín bíður áframhaldandi naglalakksföndur. Og auðvitað hin hefðbundna rauðvínsdrykkja sem tilheyrir fimmtudagskvöldum. Eigið gott kvöld mín kæru.

3 comments:

  1. guð almáttugur þessi lokkar eru svo fallegir!

    p.s. nennirðu að setja myndband af þér þegar þú tekur þetta naglalakk af?

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahaha. roger that. myndband í næstu viku!

      Delete
  2. Þú ert snillingur í að finna fallega hluti á Ebay. Ég reyndi og kann ekkert á þetta. Á aldrei að opna netsölusíðu á fallegum naglalökkum og skartgripum?? Ég myndi versla helling af þér :D

    ReplyDelete