Jun 27, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Unaðslegur eftirréttur sem ég galdraði fram úr erminni um daginn. Já, svona er ég myndarleg. Mögulega er ég líka sísvöng feitabolla en það er önnur saga. Fullt af kókosbollum, rjóma, makkarónukökum, karmellufylltu pippsúkkulaði og ávöxtum. Guðdómlega gott!


Dásamlega mjúk kósýpeysa sem ég keypti í Köben um daginn. Hlébarðamynstruð að sjálfsögðu.



Ég hyggst fylla heimili mitt af innblæstri. Þess vegna bý ég til allskyns veggspjöld eins og óð kona.


Myntan vex og vex í eldhúsglugganum mínum. Hugsanlega eru þetta skilaboð frá æðri máttarvöldum að ég þurfi að herða mig í Mojitodrykkjunni. Ekki má þetta fara til spillis.


Ég keypti þessa ljómandi fínu fánalengju í Húsasmiðjunni í dag. Hún kostaði heilar 200 krónur og tekur sig afskaplega vel út á ruslahaugunum hjá afkvæminu.

Jæja, ég þarf að hefjast handa við niðurpökkun fyrir stórgóða helgi á Seyðisfirði.

Heyrumst!

No comments:

Post a Comment