Jun 26, 2013

Newspaper Nails.


Þetta er dálítið öðruvísi og skemmtileg tilbreyting. 

Til þess að framkvæma svokallaðar dagblaðsneglur þarf að lakka tvær umferðir af hvítu eða kremuðu naglalakki. Það þarf svo að leyfa því að þorna alveg.

Neglurnar eru síðan lagðar í alkahólbleyti í sirka 4-5 mínútur. Ég hellti mér nú bara vænni slummu af vodka í glas og skellti puttunum þar ofan í. Sambýlismaðurinn, ó sambýlismaðurinn - hann átti auðvitað ekki til orð þegar hann fylgdist með þessum gjörðum. 

Þegar neglurnar eru orðnar vel vodkablautar er litlum bút af dagblaði klesst á þær og það svo fjarlægt rólega. 




Það má auðvitað leika sér með allskonar hugmyndir og pappír. Ég er að hugsa um að prófa einhvern fallegan gjafapappír næst.

Tjah, ef sambýlismaðurinn tekur ekki upp á því að fela vodkann fyrir mér.

No comments:

Post a Comment