Jun 24, 2013

Svipmyndir úr afmæli.


Við eyddum rúmlega 10 tímum í veitingabras á laugardaginn. Það er bara of mikið af eldhúshangsi fyrir mína parta. Ég mun ekki sinna eldamennsku aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót.






Gleðin var svo sannarlega við völd enda eigum við stórskemmtilega vini og fjölskyldu.




Flip Cup var spilað af mikilli innlifun - að minnsta kosti hjá mér eins og myndirnar gefa til kynna. Á neðstu myndinni má einmitt sjá mig stíga sigurdans eftir að mitt lið sigraði þriðja leikinn í röð. 

Til þess að ljúka þessu afmælisbloggi verð ég að láta bút úr einu ljóði fylgja með. Þetta ljóð prýddi einn pakkann sem sambýlismaðurinn fékk þetta kvöld:

Í Launafli hann starfar alla daga og eitthvað er víst sífellt þar að laga
og heima þarf í kringum sína að skúra því hún er svo upptekin að kúra.
Hún kúrir yfir lærdómsbókum sínum og kíkir eftir naglalökkum fínum
sambýlismaður í kringum hana hoppar, meðan fínerí á vefnum hún sjoppar.
En stundum hún sjoppar samt, nota bene langa og góða ferð til Tene
og þá má sambýlismaðurinn koma með og leika við þeirra krakkapeð.

Dásamlegt partý og ég er orðin æsispennt fyrir afmælishöldum þegar ég verð þrítug. En það er nú ekki fyrr en eftir allavega fimm ár. Samkvæmt minni talningu að minnsta kosti.

No comments:

Post a Comment