Ég er í skýjunum með að hafa fundið leið til þess að borða glimmer án þess að eiga það á hættu að vera lögð inn á stofnun fyrir geðsjúka.
Glimmer búið til úr sykri og matarlit. Vúhú. Nú get ég stráð glimmeri yfir allt sem ég borða.
Til þess að búa til einn skammt í einum lit þarf:
1/4 bolli af grófum sykri
2-3 dropar af matarlit
Sykurinn er settur í litla skál og matarliturinn þar saman við. Síðan er þetta hrært vel og vandlega þangað til allur sykurinn hefur tekið lit. Ég gat auðvitað ekki látið einn lit nægja.
Sykurinn er síðan settur á ofnplötu. Ég bjó til þrjú ,,hólf" úr álpappír svo ég gæti bakað þetta allt í einu. Þetta fer síðan inn í heitan ofn á 150° í sirka 10 mínútur.
Út úr ofninum kemur síðan þessi dásamlegi glitrandi sykur í öllum regnbogans litum. Myndirnar gera þessu fíneríi alls ekki nógu góð skil.
Sykurinn er síðan hægt að nota til þess að skreyta kökur eða borða einstaklega gleðilega skál af Cheeriosi. Fyrir fólk eins og mig, sem drekkur meira en það bakar, er gráupplagt að nota sykurglimmerið til þess að skreyta kokteilglös.
(Hugmyndin kemur héðan).
No comments:
Post a Comment