Í dag eru 6 ár síðan litla yndislega kjötbollan mín kom í heiminn. Með látum sem ég á enn eftir að fyrirgefa honum. 14 tímar af stórskemmtilegum hríðum sem enduðu í akút bráðakeisara því að skyndilega kom í ljós að um verulega væna kjötbollu var að ræða - sem ekki var nokkur möguleiki að koma út hina eðlilegu leið.
Ég var skorin í flýti og út kom barn sem var 20 merkur og 58 sentimetrar. Ég væri líklega ennþá sitjandi á plastkút ef hann hefði náð að troða sér út fæðingarveginn. Oj bara.
Sambýlismaðurinn hefur ekki enn fyrirgefið mér ýmislegt sem átti sér stað þennan dag fyrir sex árum síðan. Ég var auðvitað vaknandi á meðan ég var skorin, dauðþreytt og dálítið vel hífuð af glaðlofti. Mér fannst því ekkert sjálfsagðara en að daðra aðeins við svæfingalækninn sem var viðstaddur keisaraskurðinn.
Síðan þegar kjötbollan er komin út heyri ég bara grátur en sé ekki neitt. Ég spurði ekki hvort að það væri í lagi með barnið, neeei. Það fyrsta sem ég spurði að var ,,er hann með hár?" Ég endurtók þessa spurningu svo í sífellu þangað til að sambýlismaðurinn kom og sussaði reiðilega á mig.
Ókei, ég verð kannski að játa það á mig að ég hafði stórar áhyggjur af því að eignast sköllótt barn. Mjög óeðlilegt áhyggjuefni - en maður getur víst ekki alltaf ráðið hvað veldur manni hugarangri. Sérstaklega ekki þegar maður er tilneyddur til þess að eyða sex mánuðum af meðgöngunni nánast rúmliggjandi. Úff, ég hugsa til baka með hryllingi.
En ég er ekkert frábrugðin öðrum mömmum. Mér finnst barnið mitt það fallegasta og skemmtilegasta undir sólinni. Hann hefur gert lífið svo dásamlegt og hver einasta mínúta með honum er unaður. Tjah, næstum hver einasta mínúta. Hann er stundum óþolandi þverhaus sem mig langar bara að geta sett á mute. Hann er samt skemmtilegasti þverhaus sem ég þekki. Svona eiginlega alltaf. Oftast. Segjum það.
Eigið góðan sunnudag mín kæru.
Til lukku með drenginn :) ekkert smá sætar myndir af "litlu lukku-trölli" :)
ReplyDeleteEigið góðan dag í blíðunni,
kveðja frá seyðis,
Halla Dröfn
takk fyrir halla mín.
Deleteeigðu góðan dag sömuleiðis! :)
Til hamingju með drenginn!
ReplyDeletePS. Ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar þú fórst að daðra við skurðlækninn, hahaha!
takk fyrir!
Deletehahahahaha, já nei - það var ekki fögur sjón. ég spurði hann meðal annars hvort hann væri nokkuð að gæjast undir sloppinn hjá mér.
Til hamingju með slysa litla vin minn, sem ég hef sennilega samt ekki séð síðan ég gaf honum einar áskel náttfötin!! ;) :*
ReplyDeleteég kyssi sl*sabaunina frá þér.
ReplyDeleteþað er nú bara sláanlega langt síðan við bæði höfum séð þig, ég og slysó!
SLÁANLEGA INDEED!
ReplyDelete