Jul 31, 2013

Í dag.

Þessum ljómandi fína miðvikudegi eyddi ég í dútlerí við myndavegginn minn og óhóflega kaffidrykkju.



Þessir rammar úr Ikea eru alveg dásamlega ódýrir og þægilegir. Tveir rammar í pakka á tæpar 400 krónur og það besta er að þeir haldast uppi á vegg með kennaratyggjói. Fást hér.


Þessir krúttlegu dúskar koma úr Megastore. Fullur poki af krúttlegheitum á 298 krónur. Það má nú aldeilis nýta þá til þess að lífga upp á hina ýmsu hluti.



Sambýlismaðurinn var örugglega búinn að ganga framhjá þessum blessaða vegg fjórum sinnum áðan þegar ég spurði hann: 

,,Jæja, hvernig líst þér á vegginn?" 
,,Hvaða vegg?"
,,NÚ MYNDAVEGGINN!" (þetta var sagt sérlega mjúkum rómi).
,,Jahh, ég tók nú bara ekkert eftir honum."

Já ég sló hann í rot.

No comments:

Post a Comment