Ó, hvað lífið væri fallegt ef svona dásemdir væru fáanlegar á Íslandi. Hvítvín og kokteilar í dós. Það væri ekki verra ef hægt væri að grípa þetta með sér í matvörubúðinni. Eða kannski er þetta bara best geymt í útlöndum. Ekki vil ég verða dagdrykkjumanneskja. Að minnsta kosti ekki áður en ég fer á eftirlaun.
Nýjasti meðlimur fylgihlutasafnsins. Pastellituð perlufesti. Það er nú í lagi að leyfa sér aðeins fyrir haustið. Tjah, eða bara alltaf.
Besta kombó í heimi. Rauðvín og söltuð graskersfræ. Maður verður að vísu dálítið þyrstur af fræjunum. Það er fyrir bestu að setja tappann ekkert í rauðvínsflöskuna aftur.
Ég gæti drekkt mér í svona pickleskrús. Almáttugur hvað þetta er gott.
Uppskrift að ljómandi laugardagskvöldi. Rauðvín og doritosdýfa. Ég gæti snætt þetta í öll mál. Alltaf. Mmm.
Eigið ljúft fimmtudagskvöld mín kæru.
Hvaðan er hálsmenið? :)
ReplyDeleteebay var það heillin! :)
DeleteUppskrift af ídýfunni :) Takk kv. Susie ;)
ReplyDeleteég skal smella henni inn mjög fljótlega! :)
Delete