Aug 14, 2013

Bits and bobs.

 
 
Ég held áfram að stunda sjálfsþurftarbúskapinn af miklum móð. Verst að við mæðgin náðum ekki einu sinni botnfylli í þessari berjaferð.

 
Svona súkkulaðikrem má ekki undir neinum kringumstæðum vera til í húsinu. Ég treð einni dós í andlitið á mér án þess að blikna. Ég stunda þessa hegðun aðallega á nóttunni - ég vil alls ekki að sambýlismaðurinn sjái hvers ég er megnug þegar súkkulaði er annars vegar.

Talandi um súkkulaði. Ég fékk dásamlega góða súkkulaðiköku í afmælisveislu um helgina. 

 
Örlítið meira af súkkulaði. Þetta er uppáhalds súkkulaðið mitt í öllum heiminum. Það þarf sko mikið til þess að öðlast þann titil þegar súkkulaðisvelgur eins og ég á í hlut. Það er eiginlega lán í óláni að þetta súkkulaði fæst ekki á Austurlandi. 

Marilyn vinkona mín prýðir fleiri en einn vegg í íbúðinni. Þessar myndir setti ég upp á skrifstofunni minni í dag. Ég treysti á að þær varðveiti geðheilsu mína yfir ritgerðarskrifum í haust.

 
Ég eldaði svo brjálæðislega góðan mat í kvöld. Og það besta er að ég notaði enga uppskrift. Vei fyrir mér. Ég kann ekkert að elda án uppskrifta. En þetta súrsæta svínakjöt sló í gegn. Hjá sambýlismanninum að minnsta kosti - mínum eina matargest þetta kvöldið. 

Þar sem að ég er augljóslega meistari með Wokpönnuna þá ætla ég að eyða kvöldinu með þessari bók. Ætli ég splæsi ekki á mig örlitlu hvítvínstári með lestrinum. Það er svo fjári gott veður. Ég á það líka skilið eftir eldamennsku kvöldsins.

Ykkur er velkomið að elta mig á Instagram - @gveiga85. Þar má finna fleiri misskemmtilegar myndir.

Heyrumst!

No comments:

Post a Comment